Ásendi 1, Reykholt Borgarfirði


TegundSumarhús Stærð53.80 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

Eignatorg kynnir: Fallegt og vel við haldið sumarhús á eignarlóð í Húsafelli. Hitaveita. Heitur pottur. Örstutt í sundlaug, golfvöll og leiksvæði fyrir börn. Dagvöruverslun á svæðinu. Örstutt í Hótel Húsafell.

Skv. skráningu Þjóðskrár er húsið 53,8 fm og lóðin 1.000 fm.

Nánari lýsing: Forstofa með parketi á gólfi og fatahengi. Tvö svefnherbergi með parketi á gólfi og kojum. Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með dúk á gólfi, flísaplötum á veggjum, sturtu, upphengdu salerni, glugga og hurð út á sólpall. Rúmgóð stofa með parketi á gólfi, gluggum á þrjá vegu og hurð út. Opið eldhús með parketi á gólfi, fallegri innréttingu og glugga. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Allt parket á gólfum er fallegt harðparket.
Góður sólpallur er með fram húsinu.
Við húsið stendur góð geymsla með tengi fyrir þvottavél.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð

í vinnslu