Berustaðir 1, Hella


TegundLóð / Jarðir Stærð805.30 m2 6Herbergi Baðherbergi

Eignatorg kynnir: Lögbýlið Berustaðir 1, Ásahreppi, landnr. 165269. Um er að ræða nokkuð landmikla jörð sem er afar grasgefin og með góðum húsakosti, miklu útsýni og fallegri fjallasýn. Kynt er með hitaveitu og ljósleiðari er kominn inn í hús og tengdur. 3ja fasa rafmagn er til staðar.
Um er að ræða afar áhugaverða eign í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og malbikað alla leið. Stutt er í alla þjónustu.

 
Skv. skráningu Þjóðskrár er jörðin 149,9 hektarar auk hlutdeildar í Holtamannaafrétti. Veiðifélag er um veiði á afréttinum. Þjónusta og umsjón sveitarfélagsins er til fyrirmyndar og útsvarsprósenta í lágmarki.
 
Íbúðarhús byggt 1980 samtals 134 fm.
Útihús samtals 727,4 fm.
Ræktað land er skráð 35,1 hektari.
 
Nánari lýsing:
 
Íbúðarhús: Forstofa með parketi á gólfi. Hol með dúk á gólfi og hurð út á sólpall þar sem er heitur pottur sem fylgir með. Rúmgott eldhús með dúk á gólfi, innréttingu, borðkrók og gluggum. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Þvottahús með lökkuðu gólfi, skolvaski, glugga og hurð út. Búr með hillum. Rúmgóð og björt stofa með plastparketi á gólfi og gluggum á þrjá vegu. Lokaður
svefnherbergisgangur með dúk á gólfi og glugga. Fjögur svefnherbergi með parketi, það stærsta með mjög góðum skápum. Baðherbergi með dúk á gólfi, dúk á veggjum, baðkari, sturtuklefa, innréttingu og glugga.
 
Góð skemma og einangrað hesthús með hitaveitu á sér mæli. Gamalt fjós, hlaða og súrheysturn geta nýst með ýmsu móti. Gömul fjárhús eru til staðar.
Jörðin selst án alls framleiðsluréttar.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,0 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð

í vinnslu