Eyjasel 12, Stokkseyri


TegundEinbýlishús Stærð143.10 m2 5Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

Eignatorg kynnir: Eignin er seld og í fjármögnunarferli.
Fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús á einni hæð. Nýlega hafa innréttingar, gólfefni, neysluvatnslagnir og þakjárn verið endurnýjað og veggir hússins málaðir að utanverðu. Lagnakjallari er undir húsinu.
Fordæmi eru fyrir byggingu bílskúra við sambærileg hús.


Skv. skráningu Þjóðskrár er húsið samtals 143,1 fm.

Nánari lýsing: Forstofa með vínilflísum á gólfi, fatahengi og forstofuskáp. Hol með parketi á gólfi. Rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi og gluggum til suðurs. Herbergi með parketi á gólfi. Rúmgott eldhús með parketi á gólfi, fallegri, endurnýjaðri innréttingu, rúmgóðum borðkrók og gluggum. Herbergi með parketi á gólfi. Svefnherbergisgangur með parketi á gólfi. Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Inn af hjónaherberginu er gott fataherbergi sem var áður svefnherbergi, auðvelt að breyta til baka. Einnig væri einfalt að bæta við sérbaðherbergi inn af hjónaherberginu. Baðherbergi með vínilflísum á gólfi, tveggja manna nuddbaðkari, innréttingu, upphengdu salerni og glugga. Þvottahús með máluðu gólfi, endurnýjaðri innréttingu, skolvaski og glugga. Auka forstofa með flísum gólfi. Herbergi / geymsla með parketi á gólfi.
Allt parket á gólfum er hágæða Quick Step harðparket.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 75.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð

í vinnslu