Hjallanes 2, Hella


TegundLóð / Jarðir Stærð1,827.00 m2 Herbergi Baðherbergi Sérinngangur

Eignatorg kynnir: Lögbýlið Hjallanes 2 Rangárþingi ytra, landnr. 164978. Um er að ræða bújörð í fullum rekstri með mikla möguleika. Í dag er rekið kúa- og sauðfjárbú á jörðinni með framleiðslurétt í mjólk samtals 209.612 lítra og 190,4 ærgildi í sauðfé. Góður húsakostur. Hitaveita. Ljósleiðari kominn inn og tengdur.
Núverandi rekstraraðili hefur framleiðsluleyfi til mjólkurframleiðslu án breytinga til ársins 2030.
Eignin selst með vélum skv. tækjalista, áhöfn, heyfeng og öllum framleiðslurétti.


Skv. skráningu Þjóðskrár er húsakostur eftirfarandi:
Íbúðarhús byggt 1976 samtals 177,7 fm.
Íbúðarhús byggt 1954, samtals 153,9 fm.
Fjós og tengdar byggingar samtals 763,1 fm
Fjárhús byggð 1971, samtals 200,9 fm
Fjárhús og hlaða byggð 1972 og 1979 samtals 301,7 fm
Véla- og verkfærageymsla byggð 1981, samtals 154,8 fm.
Véla- og verkfærageymsla byggð 1969, samtals 74,9 fm.
Heildar landstærð jarðarinnar er talin vera 245 hektarar og þ.a. er ræktað land skráð 77,5 hektarar.

Nánari lýsing:
Nýrra íbúðarhús
er á tveimur hæðum og skiptist efri hæð í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, stofu og sólstofu, rúmgott, endurnýjað eldhús, baðherbergi, skrifstofuherbergi (teiknað sem þvottahús) og bakinngang með þvottahúsaðstöðu.
Í kjallara er hol, tvær geymslur, baðherbergi og tvö herbergi. Aðgengilegt væri að innrétta séríbúð í kjallara.

Eldra íbúðarhús skiptist í forstofu, stofu, eldhús, geymslu, baðherbergi og þrjú til fjögur svefnherbergi. Húsið er skráð sem geymsla og þarfnast uppgerðar.

Fjós og tengdar byggingar eru almennt í góðu ástandi miðað við aldur, notkun og frumgerð þeirra og aðgengilegt er að gera breytingar þannig að fjósið verði að góðu hjarðfjósi. 4+4 mjaltabás er til staðar.
Tvö fjárhús eru til staðar og væri mögulegt að nýta til nautgripauppeldis.
Véla- og verkfærageymslur eru tvær.

Vélalisti og listi yfir áhöfn liggur fyrir á skrifstofu Eignatorgs.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 1% - 1,8% af fjárhæð skuldabréfa. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð

í vinnslu