Seinakur 1, Garðabær


TegundFjölbýlishús Stærð106.70 m2 3Herbergi 1Baðherbergi Sameiginlegur

Eignatorg kynnir: Glæsileg 3ja herbergja íbúð á efri hæð í vönduðu og afar vel staðsettu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Sérinngangur af svölum. Gott útsýni. Húsið er klætt að utanverðu og því viðhaldslétt.

Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðin 98 fm. og  sérgeymsla inn af bílastæði 8,7 fm. Samtals er eignin því skráð 106,7 fm auk bílastæðis.

Nánari lýsing: Forstofa með flísum á gólfi og forstofuskápum. Rúmgóð og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi, gluggum til suðurs og hurð út á rúmgóðar suðursvalir. Eldhús með parketi á gólfi, fallegri innréttingu og glugga. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu sem fylgir með. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og klæðaskápum. Baðherbergi með flísum á gólfi, hita í gólfi, flísum á veggjum, baðkari, innréttingu og upphengdu salerni. Þvottahús með flísum á gólfi, hita í gólfi, innréttingu, vinnuborði og skolvaski. Herbergi með parketi á gólfi og skáp.
Sérgeymsla er inn af bílastæði í bílageymslu.
Hiti í stéttum við hús og undir innkeyrslu að bílastæðakjallara.
Þvottastæði er í bílageymslu.

Eign í sérflokki.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 75.000.-. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð

í vinnslu