Laxatunga 167, Mosfellsbær


TegundEinbýlishús Stærð223.50 m2 6Herbergi 3Baðherbergi Sérinngangur

Eignatorg kynnir: Á meðan samkomubann er í gildi vegna COVID-19 verða ekki haldin opin hús. Bókið skoðun í síma 615-1020 - Glæsilegt og vel hannað, nánast fullbúið einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur innarlega í botnlangagötu með útsýni til Esjunnar. Mikil lofthæð er í húsinu, eða 2,9 metrar.

Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðarhlutinn 179,1 fm og bílskúrinn 44,4 fm. Samtals er eignin því skráð 223,5 fm.

Nánari lýsing: 
Eignin skiptist í forstofu, stofu / borðstofu, eldhús, sjónvarpshol, 3 herbergi, skrifstofu / herbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottarhús, bílskúr og geymslu.

- Forstofa með parketi á gólfi og fatahengi. 
- Gestasnyrting með parketi á gólfi, innréttingu og upphengdu salerni. 
- Þvottarhús með flísum á gólfi, vinnuborði, innréttingu og opnanlegum glugga. 
- Bílskúr, innangengt er í rúmgóðan bílskúr með flísum á gólfi, opnanlegum gluggum, gönguhurð og rafdrifnum opnara á innkeyrsluhurð. 
- Geymsla, inn af bílskúr er geymsla með flísum á gólfi og hillum.
- Stofa, rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi, stórum gluggum og tvöfaldri hurð út á rúmgóða verönd með steyptum veggjum. 
- Eldhús með parketi á gólfi, innbyggðu útvarpi, glæsilegri innréttingu með innbyggðum ísskáp, borðkrók og stórum glugga. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. 
- Sjónvarpshol með parketi á gólfi. 
- Herbergi með parketi á gólfi, opnum fataskáp og gönguhurð út. Inn af herberginu er baðherbergi með flísum á gólfi, sturtu, innréttingu og upphengdu salerni. 
- Herbergi með parketi á gólfi. 
- Opið herbergi / tölvuherbergi með parketi á gólfi og skáp. (Hægt að hafa sem 4 herbergið )
- Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Inn af hjónaherberginu er fataherbergi með parketi á gólfi og innréttingu. 
- Baðherbergi með flísum á gólfi, baðkari, sturtu, innréttingu, línskáp, innbyggðu útvarpi, opnanlegum glugga og hurð út á verönd.

Allt parket  á gólfum er glæsilegt harðparket frá Birgison.
Hiti er í öllum gólfum.
Lóðin er að mestu frágengin, tyrfð og með stórri verönd.
Góð bílastæði með malarfyllingu.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 75.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

í vinnslu