Kerlingardalur 3, 871 Vík

6 Herbergja, 141.30 m2 Einbýlishús, Verð:47.000.000 KR.

Eignatorg kynnir: Eldra einbýlishús sem er timburhús sem byggt hefur verið í tveimur hlutum og stendur á 872,5 eignarlóð. Aðgengilegt væri að skipta húsinu upp í tvær íbúðir. Húsið stendur í u.þ.b. 9 mínútna akstursfjarlægð frá Vík. Skv. skráningu Þjóðskrár er húsið 141,3 fm. Nánari lýsing: Forstofa með flísum á gólfi. Gangur með flísum á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísaplötum á veggjum, innréttingu og glugga. Gangur með plastparketi á gólfi. Eldhús með plastparketi á gólfi, fallegri innréttingu, borðkrók og gluggum á tvo vegu. Búr með dúk á gólfi, hillum og glugga. Þvottahús með glugga. Herbergi með plastparketi á gólfi. Hjónaherbergi með plastparketi á gólfi og skáp. Bakinngangur. Herbergi með dúk á gólfi. Herbergi með plastparketi á gólfi og skáp. Herbergi með plastparketi á gólfi og skáp. Stofa með gluggum á tvo vegu. Kjallari er undir húsinu. Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson ...

Austurgarður 2, 671 Kópasker

Herbergja, 1,332.50 m2 Lóð / Jarðir, Verð:Tilboð

Eignatorg kynnir: Austurgarður 2, Norðurþingi. Um er að ræða áhugaverða jörð með góðum húsakosti skammt frá Ásbyrgi. Staðsetning jarðarinnar býður upp á mikla möguleika m.a. í ferðaþjónustu. Mikil umferð ferðamanna er í Ásbyrgi sem er skammt frá og á árinu 2021 komu nærri 50.000 manns í Gljúfrastofu sem er gestamóttakan í Ásbyrgi. Veiðihlunnindi eru í Litluá og í sjó. Ljósleiðari kominn inn í íbúðarhús og fjárhús og tengdur. Möguleiki á 3ja fasa rafmagni. Góð sameiginleg vatnsveita. Land jarðarinnar er nærri 1.350 hektarar í óskiptri sameign með Austurgarði 1 og 39,9 hektarar í séreign. Skv. skráningu Þjóðskrár er húsakostur eftirfarandi: Íbúðarhús byggt 1973, samtals 149,5 fm. Fjárhús byggð á árunum 1951 - 1975, samtals 398 fm. Hlöður byggðar á árunum 1969 - 1979, samtals 285,5 fm. Alifuglahús byggð á árunum 1961 - 1973, samtals 499,5 fm. Nánari lýsing: Íbúðarhús er steinsteypt á einni hæð með steyptri loftaplötu og ...

Geithamrar , 541 Blönduós

Herbergja, 1,594.70 m2 Lóð / Jarðir, Verð:148.000.000 KR.

Eignatorg kynnir: Lögbýlið Geithamrar, Húnabyggð. Um er að ræða vel uppbyggða jörð þar sem rekið er myndarlegt sauðfjárbú ásamt nautaeldi. Jörðin á u.þ.b. 1,8 km af vatnsbakka Svínavatns og er nokkur veiði í vatninu. U.þ.b. 20 mínútna akstur er á Blönduós þar sem er öll helsta verslun og þjónusta. Ljósleiðari er kominn inn í íbúðarhús og tengdur. Gott neysluvatn úr eigin borholu. Afar áhugaverður kostur fyrir marga, ekki síst aðila sem geta unnið fjarvinnu samhliða búrekstrinum. Eignin er seld með 414,9 ærgilda greiðslumarki í sauðfé, áhöfn og vélum skv. gripa- og tækjalista seljanda. Skv. skráningu Fasteignaskrár eru eftirfarandi byggingar á jörðinni: Íbúðarhús byggt 1960, samtals 153,4 fm. Geymsla byggð 1973, samtals 36,3 fm. Fjárhús byggð 1999, samtals 412,3 fm. Hlaða byggð 1987, samtals 180 fm. Fjárhús byggð 1956 og 1957 samtals 270,6 fm. Hlaða byggð 1956, samtals 124,3 fm. Fjós byggt 1973, samtals 137,5 fm Kálfahús byggt 1993, samtals 43,2 ...

Húnabraut 1, 530 Hvammstangi

4 Herbergja, 199.70 m2 Einbýlishús, Verð:29.900.000 KR.

Eignatorg kynnir: Sólheimar á Hvammstanga sem er virðulegt einbýlishús á þremur hæðum. Húsið er múrhúðað timburhús á hlöðnum kjallara. Húsið stendur á 1.670 fm lóð á skemmtilegum stað í bænum. Skv. skráningu Þjóðskrár er húsið 186,1 fm. Nánari lýsing: Fyrsta hæð skiptist í forstofu, herbergi með gluggum á tvo vegu, stofu og borðstofu með gluggum á tvo vegu í hvoru rými, eldhús með eldri innréttingu og glugga. Aðgengilegt er að breyta hluta stofurýmis í svefnherbergi. Viðarstigi er upp á efri hæðina sem skiptist í gang, baðherbergi með glugga og þrjú svefnherbergi. Yfir efri hæðinni er nokkuð rúmgott geymsluris. Í kjallaranum eru þvottaaðstaða, geymslur og gamall vatnsbrunnur. Húsið þarnast umtalsverðs viðhalds og endurnýjunar en býður upp á mjög skemmtilega nýtingarmöguleika. Lóðarmörk eins og þau eru teiknuð á loftmynd í auglýsingu kunna að vera ónákvæm. Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is Gjöld ...

Hellishólar - Stöðuhýsi , 861 Hvolsvöllur

Herbergja, 0.00 m2 Sumarhús, Verð:10.500.000 KR.

Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Til sölu hjólhýsi sem er stöðuhýsi með góðri viðbyggingu sem nýtist sem stofa, geymsluhúsi og rómgóðum sólpalli umhverfis húsið. Húsið er staðsett í landi Hellishóla. Hér er um að ræða sérlega notalega orlofsaðstöðu. Húsið stendur á tjaldsvæðinu á Hellishólum og býðst nýjum eiganda að gera samning við eiganda jarðarinnar um aðstöðu til 3ja ára í senn ásamt félagsaðild að golfvelli sem er á staðnum. Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is  

Strönd , 861 Hvolsvöllur

0 Herbergja, 0.00 m2 Lóð / Jarðir, Verð:35.000.000 KR.

Eignatorg kynnir: Strönd 2, lóð 01 sem er 1,1 hektara lóð með sumarhúsi, gróðurhúsi og aðstöðu fyrir létt búfjárhald, skráð sem bílskúr. Skv. skráningu Fasteignaskrár er sumarhús 30 fm. og bílskúr 72 fm. Nánari lýsing: Íveruhúsið skiptist í forstofu, bjarta stofu, eldhúskrók, og baðherbergi. Gróðurhúsið er klætt báruplasti. Bílskúrinn sem nýtist sem aðstaða fyrir búfjárhald er útbúin m.a. úr lausum gámum sem geta fylgt með í kaupum og getur hentað vel fyrir nokkra hesta, kindur eða alifugla. Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson búfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 4. ...

Eystra-Seljaland , 861 Hvolsvöllur

0 Herbergja, 888.00 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:150.000.000 KR.

Eignatorg kynnir: Rúmgott iðnaðarhúsnæði sem stendur á áberandi stað nærri Seljalandsfossi með vegtengingu við þjóðveg 1. Öflug raftaug er inn í húsið. Húsið stendur á ríflega 1,3 hektara eignarlóð og til viðbótar er seld með tæplega 2ja hektara eignarlóð þar sem sett hefur verið upp aðstaða fyrir tjaldsvæði. Með eigninni fylgir sumarhús sem stendur við húsið en er óskráð. Skv. skráningu Fasteignaskrár er húsið 888 fm og lóðin undir húsinu er 13.766 fm, merkt Ú1, landnr. L224156 og skráð sem iðnaðar- og athafnalóð. Lóð sem seld er með er 19.586 fm, merkt F4, landnr. L226201 og skráð sem sumarbústaðaland. Húsið er stálgrindarhús á steyptum grunni, er afar rúmgott og er skráð sem kornhlaða en er óeinangrað. Húsið er klætt með lituðu stáli. Tvær stórar innkeyrsluhurðir eru á húsinu önnur er 4 m á breidd og 3,5 m á hæð, hin er 4 m ...

Grænakinn 17, 220 Hafnarfjörður

8 Herbergja, 173.70 m2 Fjölbýlishús, Verð:105.000.000 KR.

Eignatorg kynnir: Talsvert endurnýjaða miðhæð og kjallara ásamt bílskúr í tvíbýli. Í dag er eignin innréttuð sem tvær þriggja herbergja íbúðir og vinnustudíó og eru allar einingarnar í útleigu. Eignin afhendist þannig við undirritun kaupsamnings. Til greina kemur að taka minni eign upp í kaupverð. Skv. skráningu Fasteignaskrár er íbúð á miðhæð 72 fm, íbúð í kjallara 67,6 fm og bílskúr 34,1 fm. Samtals er eignin því skráð 173,7 fm. Nánari lýsing: Íbúð á efri hæð: Forstofa. Baðherbergi með hvítri innréttingu, baðkari og tengi fyrir þvottavél. Tvö herbergi eru á hæðinni, annað með útg. á svalir. Rúmgóð og björt stofa/borðstofa. Eldhús, hvítri innréttingu, innbyggð uppþvottavél, ofn, helluborð og vifta. Stigagati frá stofu sem sést á myndum hefur verið lokað en einfalt að opna aftur. Íbúð á neðri hæð: Tvö herbergi eru á hæðinni, stofa og eldhús. Baðherbergi með sturtu og hvítri innréttingu, stæði fyrir ...

Hraunhella 2, 800 Selfoss

5 Herbergja, 180.20 m2 Einbýlishús, Verð:83.000.000 KR.

Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Sérlega glæsilega hannað, vel skipulagt og bjart 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið verður klætt með standandi, litaðri álklæðningu og standandi viðarklæðningu. Þakkantur er álklæddur og gluggar eru með álkápu. Lóðin verður grófjöfnuð og að innan verður húsið tilbúið til innréttinga, veggir sparslaðir og fyrri málningarumferð komin. Mögulegt er að kaupa eignina lengra komna. Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðarhlutinn 149,9 fm og bílskúrinn 30,3 fm. Samtals er eignin því skráð 180,2 fm. Nánari lýsing: Húsið er timburhús á steyptum sökkli. Skv. teikningum skiptist húsið í forstofu, tvö baðherbergi, rúmgóða og bjarta stofu með gólfsíðum gluggum til suðurs og hurð út, opið, rúmgott eldhús þar sem gert er ráð fyrir eyju og glugga, fjögur rúmgóð svefnherbergi og bílskúr. Tvö bílastæði verða á lóð hússins. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Allar nánari upplýsingar veitir ...

Sýni 10 til 18 af 26